top of page
Vörur fyrir alla.png

Um okkur

ÓJÓ Import ehf. var stofnað árið 2019 til að sinna innflutningi á vörum frá Evrópu, aðallega Póllandi.

Við höfum myndað góð sambönd við birgja sem bjóða mikið úrval af gæða vörum á góðum verðum.

Við látum viðskiptavini okkar njóta góðs af þessum hagstæðum samningum okkar.

Með lítilli yfirbyggingu, litlum lager og lágri álagningu getum við boðið vörur á hagstæðum verðum.

Við bjóðum viðskiptavinum sérhæfða persónulega ráðgjöf varðandi innkaupaferðir til Póllands.

Við rekum Facebook-síðuna Hóppöntun frá Póllandi og vefinn islandpolland.is.

ÁHERSLUR OKKAR

Áherslum fyrirtækisins má skipta í nokkra flokka:

  1. Hóppantanir á völdum vörum, s.s. WC settum, heimilisvörum, byggingavörum, snjóblásurum, sláttutraktorum, verkfæraskápum, landbúnaðarvörum, Thumpstar mótorhjólum og krossurum, hitaveituskeljum og fjölmörgu öðru sniðugu sem við finnum á flottum verðum í Póllandi.

  2. Heilsárshús, sumarhús,  ýmsar útfærslur af garðhúsum og mismunandi stærðir af kofum.

  3. Gríðarlega fjölbreytt úrval af kerrum og tengivögnum upp að 3500 kg að heildarþyngd.

  4. Byggingavörur, innréttingar, húsgögn, gólfefni, blöndunartæki, ljós og fjölmargt fleira.

  5. Heildsala á völdum vöruflokkum, s.s. verkfærum, vinnufatnaði og fleiri vörum fyrir fagmenn.

  6. Sérhæfð ráðgjöf til viðskiptavina sem eru í miklum framkvæmdum og hyggja á ferð til Póllands.

OKKAR MARKMIÐ

Að bjóða hagstæð kjör fyrir alla samhliða persónulegri og faglegri þjónustu þar sem sanngirni og heiðarleiki er hafður að leiðarljósi.

OKKAR STAÐSETNING

Breiðamörk 21, 810 Hveragerði.

bottom of page