Vörur fyrir alla.png

Um okkur

Fyrirtækið ÓJÓ Import ehf. var stofnað árið 2019 en grunnurinn að stofnun fyrirtækisins hófst ári áður með hreinni og beinni sjálfsbjargarviðleitni við kaup á fokheldu húsi í Hveragerði. Miðað við verðin á byggingar- og heimilisvörum á markaðnum hér á landi var ljóst að innflutningur frá Póllandi var mun hagkvæmari kostur. Í Gdansk í Póllandi höfum við hjá Ísland Pólland myndað góð sambönd við tengiliði og birgja sem bjóða mikið úrval af gæða vörum á frábærum verðum. Í dag bjóðum við öðrum að njóta góðs af tengslaneti okkar og innflutning á vörum á hagstæðari verðum.

 

OKKAR ÞJÓNUSTA

Við veitum viðskiptavinum okkar aðstoð við vörukaup og flutning í gegnum tengslanet okkar í Evrópu. Hagstæðum samningum við birgja og flutningsmiðlanir skilum við áfram til okkar viðskiptavina. Auk þess höfum við myndað traust sambönd við birgja í kerru og tengivagna framleiðslu og tekið að okkur umboðum fyrir Thumpstar torfæruhjól, Martz kerrur og landbúnaðarvöru framleiðandann Janpol. Áhersla okkar liggur í sumarhúsum, garðhúsum, kofum, heitum pottum, kerrum, tengivögnum, krossurum, fjórhjólum, byggingavörum og innréttingum ásamt mörgu fleiru.

 

OKKAR MARKMIÐ

Að bjóða hagstæð kjör fyrir alla samhliða persónulegri og faglegri þjónustu þar sem sanngirni og heiðarleiki er hafður að leiðarljósi.

OKKAR STAÐSETNING

Skrifstofan okkar er að Breiðamörk 21, 810 Hveragerði