Online Shopping
islandpolland-house-logo-whfon-box.png

SPURNINGAR OG SVÖR

Fyrirtækið sérhæfir sig í kaupaðstoð, innflutningi og sölu á vörum frá Evrópu og þá aðallega Póllandi. Við bjóðum viðskiptavinum að nýta hagstæð kjör hjá okkar birgjum og einnig hagstæðum kjörum á sjóflutningi frá Evrópu. Sendingar til landsins eru háðar gámaflutningi og er gámur sendur af stað til Íslands þegar hann hefur verið fylltur. Pantanir eru sendar með næsta lausa gámi. OJO Import ehf selur beint til viðskiptavina í gegnum heildsölu, smásölu eða vefverslun okkar islandpolland.is

Spurningar og svör

Greiðslur

Hvernig greiði ég?


Þegar búið er að leggja inn pöntun verður staðfestingapóstur sendur á það tölvupóstfang sem er skráð í pöntunarferlinu. Í þeim pósti er að finna pöntunarnúmer og upplýsingar um næstu skref og greiðsluleiðir.
Hvenær greiði ég?


Vara sem er á lagersölu okkar eða á leið til landsins er greidd í gegnum vefverslun okkar við pöntun. Hægt er greiða með greiðslukorti eða millifærslu og pöntun er ekki virk fyrr en greitt hefur verið fyrir hana.
Get ég fengið nótu?


Já, við getum gert nótu ef óskað er eftir því.
Er hægt að skipta niður greiðslum?


Að öllu jöfnu er það ekki hægt en það fer þó eftir eðli vörunnar og upphæð. Hægt að útbúa raðgreiðslusamning eða nota millifærslu þar sem 80% innborgun/staðfestingargjald er greidd við pöntun og 20% við afhendingu.

Vöruafhending

Afgreiðslutími


Gera má ráð fyrir að það taki um 3-6 vikur að jafnaði að fá vörurnar til landsins. Sérpantanir og sérsmíði t.d. á innréttingum taka lengri tíma. Við söfnum vörum í gám og sendum til Íslands, við tökum um 1-3 gáma á mánuði. Eftir komuna til landsins er gámurinn tollafgreiddur og afhentur okkur í Austurmörk 5, Hveragerði.
Vörugeymsla


Þar sem við erum með takmarkað geymslupláss er því miður er ekki hægt að geyma vörur hjá okkur til lengri tíma. Við getum að sjálfsögðu aðstoðað við að skipuleggja flutninginn um land allt sé þess óskað.
Hvar sæki ég?


Vörurnar eru afhentar í Austurmörk 5, Hveragerði, miðjubilið og sér kaupandi sjálfur um að sækja vöruna eða gera viðeigandi ráðstafanir. Einnig er hægt að óska eftir fá sent, um land allt.

Hvernig er ferlið?

Vefverslun okkar


Í vefverslun okkur bjóðum við upp á vörur sem eru í mikilli eftirspurn, bæði sem eru til á lager og sem við pöntum reglulega. Þar er einnig hægt að versla og ganga frá kaupum. Við bjóðum upp á öruggar greiðslur í gegnum Rapidpay (Korta). Ef þú leitar að einhverju sérstöku er best að skoða okkar helstu birgja og úrval þeirra HÉR. Okkar helsti birgi er byggingavöruverslunin Leroy Merlin í Gdansk. Hægt er að skoða heimasíðu þeirra með því að SMELLA HÉR. Best er að nota Google Chrome vafrann til að þýða síðuna.
Hægt er að þýða síðuna yfir á ensku með því að færa bendilinn yfir forsíðuna (bendillinn má ekki breytast í fingur), hægri smella með músinni og velja Translate to English.
Hvernig er ferlið?


Við veitum viðskiptavinum okkar aðstoð við vörukaup og flutning í gegnum öflugt tengslanet okkar í Evrópu. Hagstæðir samningar við birgja og flutningsmiðlanir skila sér til okkar viðskiptavina.

​Þegar búið er að finna vörur setjum við upp verðtilboð með flutningi sem þarf að samþykkja og greiða fyrir. Við sjáum um vörukaupin og innflutning og allt þar á milli. Vörurnar eru síðan afhentar í lagerverslun okkar í Austurmörk 5, Hveragerði. Við sendum einnig um allt land.

Áhersla okkar liggur aðallega í garðhúsum, kofum, pottum, kerrum og krossurum, byggingavörum og innréttingum og margt fleira. Eins þjónustum við verktaka og einstaklinga með byggingarvörur, verkfæri, vinnuvélar, kerrur & tengivagna.

Vöruleit & pantanir

Vöruleit


Við erum í sambandi við nokkra birgja í Póllandi og víðar og getum boðið upp á vöruúrval þeirra og flutning til Íslands. Best er að byrja að skoða okkar birgja og hvaða vörur þeir hafa upp á að bjóða HÉR ATHUGIÐ - Vefsíður hjá okkar birgjum eru oftast á pólsku eða öðru tungumáli. Ef það er t.d. breskur fáni (oftast staðsettur eftst á síðu) er hægt að smella á fána til að fá enska útgafu af vefnum. Ef engan fána er að finna er hægt að nota fylgja leiðbeiningum hér að neðan til að þýða vefsíðu yfir á ensku. Leiðbeiningar til að þýða vefsíðu yfir á ensku Best er að nota Google Chrome vafrann til að þýða síðuna. Hægt er að þýða síðuna yfir á ensku með því að færa bendilinn yfir forsíðuna (bendillinn má ekki breytast í fingur), hægri smella með músinni og velja Translate to English.
Leggja inn pöntun


Þegar búið er finna vöru/r sem óskað er eftir vörutilboði í, er einfaldast að fylla út pöntunarform HÉR með upplýsingar um þær vörur sem óskað er eftir.
Sérpantanir


Við tökum að okkur sérpantanir og flutning til Íslands. Þegar búið er að finna vöruna úti er hægt að senda okkur fyrirspurn og við setjum upp verðtilboð með flutningi. Einnig getum við aðstoðað við leit á vörum. Til að sérpanta vöru, fá verðtilboð eða fá aðstoð við sérpantaða vöru SMELLTU HÉR
Að þýða heimasíðu yfir á ensku


Ef þú vilt skoða heimasíðu birgja á ensku er best að gera það með því að færa bendilinn yfir forsíðuna (bendillinn má ekki breytast í fingur), hægri smella með músinni og velja Translate to English. Þessar leiðbeiningar eiga best við Google Chrome vafrann. Ef þú vilt sækja Google Chrome - SMELLTU HÉR