top of page
Vörur fyrir alla.png

Skilmálar

Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Ísland Pólland, Breiðamörk 21, 810 Hveragerði. Fyrirtækið sérhæfir sig í kaupaðstoð, innflutningi og sölu á ýmsum vörum frá Evrópu. Ísland Pólland selur beint til viðskiptavina í gegnum heildsölu, smásölu og eða gegnum vefverslun islandpolland.is.

Öryggi og persónuvernd á vefnum
Þegar þú notar vefsíðu okkar, islandpolland.is verða til upplýsingar um heimsókn þína. Við virðum friðhelgi persónuupplýsinga viðskiptavina okkar. Þeim upplýsingum munum við ekki undir neinum kringumstæðum miðla til annara. Með því að heimsækja og nota vef okkar islanpolland.is lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Verð í vefverslun
Öll verð í vefverslun okkar eru gefin upp með 24% vsk og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Við áskiljum okkur rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið gefið upp. Sendingarkostnaður innanlands er ekki innifalinn í vöruverði og greiðist af viðskiptavini nema um annað sé samið. Vöruverð kann að breytast án fyrirvara.

 

Greiðsla í vefverslun​​

Viðskiptavinur getur greitt með kredit- eða debetkorti og fara kortafærslur í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Ef viðskiptavinur óskar eftir greiðslu með millifærslu skal hafa beint samband við skrifstofu okkar og greina frá hvað vöru er verið að eiga viðskipti með annaðhvort í síma eða með tölvupóst. Einnig bjóðum við upp á greiðsludreifingu með Teya, Netgíró og Pei.


Afhendingartími
Uppgefinn afhendingardagur kann að breytast af óviðráðanlegum ástæðum sem teljast okkur óviðkomandi, s.s. seinkun á afhendingu frá framleiðanda, ákvörðunum flutningsaðila t.d. breytinga á skipaferðum, veikinda/slysa/óhappa, náttúruhamfara, stríðsástands, farsótta, t.d. Covid19 o.s.frv., og einnig ef breyta þarf afhendingardegi þar sem ekki tókst að fylla gám á tilsettum tíma og honum seinkar af þeim sökum og annarra ástæðna sem erfitt er að sjá fyrir um. Ef afhendingu seinkar fram úr hófi getur viðskiptavinur óskað eftir því að seljandi afhendi sér aðra sambærilega vöru í staðinn. Reynist ekki unnt að útvega aðra sambærilega vöru getur viðskiptavinur farið fram á endurgreiðslu á þeirri upphæð sem þegar hefur verið greitt fyrir vöruna að frádregnum þeim kostnaði sem af pöntuninni hefur hlotist. Þetta á ekki við um sérpantanir, þar er ekki gert ráð fyrir að hætt sé við pöntun.

Skila- og skiptiréttur

Veittur er 14 daga skila- eða skiptiréttur frá móttöku vöru sé hún keypt af lager (ekki sérpöntun) að því tilskildu að vara sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Framvísa þarf sölureikningi/kvittun fyrir vörukaupum og miðast verðmæti vöru við þá upphæð sem þar kemur fram. Flutnings- og sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað þegar vöru er skilað. Ef vara er ekki sótt til flutningsaðila áskilur seljandi sér rétt til að halda eftir kostnaði við sendinguna.

Enginn skila- og skiptiréttur er á sérpöntunum og seljanda er ekki skylt að endurgreiða vöru eða það sem þegar hefur verið greitt fyrir hana. Samþykki seljandi að endurgreiða vöru er það einungis gert að frádregnum þeim kostnaði sem af pöntuninni hefur hlotist.

Ábyrgð - Gölluð vara
Seljandi veitir viðskiptavinum ábyrgð í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Sé vara sannarlega gölluð er viðgerð reynd áður en ný vara er pöntuð sé um efnis- eða framleiðslugalla að ræða. Viðskiptavinur sér um að koma gallaðri vöru á viðgerðarstað í samráði við okkur. Viðskiptavinur ber sjálfur allan kostnað sem af því hlýst, nema um annað sé samið sérstaklega. Ábyrgð seljanda takmarkast við bilanir/galla sem framleiðanda eða seljanda verður ekki kennt um, svo sem af völdum flutnings, rangri meðferð/misnotkun, slöku viðhaldi, slysi/óhöppum, náttúruhamförum o.s.frv. Einnig takmarkast hún við óbeint tjón sem kann að hljótast vegna galla á vöru. Almenn skilyrði fyrir ábyrgðinni gilda, s.s. að galli sé tilkynntur strax og hans verður vart, viðgerð hafi ekki verið reynd af aðilum óviðkomandi seljanda, nema þá í samráði við seljanda o.s.frv. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

​​​Vöruafhending
Vöruafhending fer að öllu jöfnu fram í húsnæði okkar að Breiðamörk 21, 810 Hveragerði. Viðskiptavinum er bent á að kanna opnunartíma og hafa samband við okkur fyrirfram óski þeir eftir vöruafhendingu utan hefðbundins opnunartíma og er það þá gert eftir nánara samkomulagi. Við berum enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru eftir að hún hefur verið afhent viðskipavini eða fulltrúa hans og er slíkt tjón alfarið á ábyrgð kaupanda eða fulltrúa hans. Við bjóðum viðskiptavinum að fá vörur sendar/afhentar í gegnum þær flutningsmiðlanir sem í boði eru. Eftir að flutningsaðili hefur tekið við vöru, gilda afhending-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þeirra. Við berum samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef  vara týnist í flutningi eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá okkur til viðkomandi er tjónið alfarið á ábyrgð flutningsaðila og/eða viðskiptavinar. Verði viðskiptavinur fyrir tjóni skal tilkynna viðkomandi flutningsaðila það hið fyrsta og ber sá aðili að öllu leyti ábyrgði á hvers kyns tjóni sem orðið hefur. Þó ábyrgð okkar sé engin á vörum í umsjá annarra aðila munum við aðstoða viðskiptavini okkar eins og kostur er að fá leiðréttingu sinna mála. Viðskiptavinur sér sjálfur um að greiða allan flutningskostnað ásamt þeim gjöldum sem kunna að fylgja flutningi á vöru.

Þær vörur sem ekki eru sóttar í þeim mánuði sem sending kemur til landsins leggjast á þær geymslugjöld að upphæð 10.000 kr á mánuði frá og með næstu mánaðarmótum.

 

Höfundaréttur og vörumerki
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á heimasíðu okkar islandpolland.is eru eign Ísland Pólland eða birgja sem fyrirtækið verslar við. Öll afritun og endurdreifing er stranglega bönnuð nema með skriflegu leyfi frá okkur.

 

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála í samningi þessum skal túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur um skilmála þessa og er talið fullreynt að leysa milli viðskiptavina og okkar skal máli vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum og skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

Þó skilmálar sem þessir geti aldrei verið fullnaðar upptalning á öllu því sem upp kann að koma í samskiptum kaupanda og seljanda heitum við því að reyna okkar ítrasta til að leysa úr öllum þeim atvikum/atriðum sem upp kunna að koma á heiðarlegan og sanngjarnan hátt fyrir báða aðila.

Við áskiljum okkur þann rétt að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust ef á þarf að halda. 

bottom of page