top of page

Martz Kipper

Fáanlegar stærðir

255x153x30 - 305x154x30

Leyfð heildarþyngd

750 - 1300 - 1500 - 2000 - 2700 - 3000

Fáanlegur fjöldi öxla

1 - 2 öxlar

Um kerruna

MARTZ Kipper aftursturtu kerrurnar eru gríðarlega hentugar t.d. fyrir verktaka og sumarbústaðaeigendur og eru mjög þægilegar í umgengni. Hægt er að fá kerrurnar með handvirkum sturtubúnaði, elektrónískum sturtubúnaði sem tengdur er við rafgeymi í geymslukassa á beislinu og stýrt er með handvirkri fjarstýringu, eða samblandi af hvoru tveggja. Þessar kerrur sturta afturábak, eru eins eða tveggja öxla með bremsum, stálplata er í gólfi, hægt er að fella niður og fjarlægja öll skjólborðin sem gerir kerruna að flatvagni með sturtu möguleika sem getur verið hentugt í ákveðnum tilfellum. Ýmsir aukahlutir eru í boði, t.d. er sniðugt að bæta við 2.5 m sliskjum sem koma í geymsluhólfi undir pallinum og stuðningsfótum að aftan sem heldur kerrunni stöðugri á meðan sturtað er sem gerir kerruna tilvalinn valkost fyrir smágröfu.

Aðrir aukahlutir í boði eru t.d. varadekk, 30 cm ál upphækkunar skjólborð, 60 cm stál upphækkunar skjólborð, 60 cm Mesh skjólborð, demparar, flöt seglyfirbreiðsla, 140 cm stál upphækkun með segl yfirbreiðslu, stuðningsfætur að aftan, rekki að framan, 2.5 m stál eða ál sliskjur, mismunandi dekkjastærð ofl.

Sjá nánar á heimasíðu MARTZ: https://martz.eu/en/trailers/specialized/kipper


Trailer for transporting various materials equipped with a tipping system . Durable welded construction . Possibility to open and dismantle all sides. Plethora of accessories make this a very reliable and universal solution for many different tasks.

Framleiðandi

Martz
bottom of page