top of page

Martz Farangurskerrur

Fáanlegar stærðir

201x107x30 - 231x126x30 - 264x126x30 - 230x127x150

Leyfð heildarþyngd

750 - 1000 - 1300 - 1500 - 2000

Fáanlegur fjöldi öxla

1 - 2 öxlar

Um kerruna

MARTZ Basic léttar 1 eða 2 öxla 750 kg heimilskerrur með vatnsvörðum anti slip krossviðarbotni, opnanlegar að aftan og eru bæði til hallanlegar og án hallamöguleika. Þær henta vel sem léttar farangurskerra með upphækkunarskjólborðum og massívu ál loki með hjálpardempurum og læsingu.

Sjá nánar á heimasíðu MARTZ: https://martz.eu/en/trailers/general-duty/basic


Martz Premium plus eru 1 eða 2 öxla 750 - 2000 kg flutningakerrur til að flytja þyngri hluti og eru allar með bremsubúnaði. Hjólin er fyrir utan flutningsrýmið sem lækkar kerruna, hægt er að fella niður fremra og aftara skjólborð til að lengja pallinn sem er gott þegar flytja þarf langa hluti s.s timbur og koma með nefhjóli, festikrókum og vatnsvörðum anti slip krossviðarbotni. Þær eru einnig fáanlegar með upphækkunarskjólborðum og massívu ál loki með hjálpardempurum og læsingu og henta því vel sem farangurskerrur, sérstaklega ef um þyngri flutning er að ræða.

Sjá nánar á heimasíðu MARTZ: https://martz.eu/en/trailers/general-duty/premium-plus


Martz ECO Smart Box er minnsta lokaða boxkerran sem Martz framleiðir og hentar einnig sem farangurskerra. Eco Smart Box er algjörlega vatnsheld, á einum 750 kg öxli, 230x127x150 cm að stærð, eigin þyngd er 364 kg og burðargeta er því 386 kg.

Þessi kerra er það ný að ekki er búið að setja hana inn á heimasíðu Martz og eins er ekki búið að hanna þá aukahluti sem í boði eru, en á kerrusíðunni er yfirlit yfir aukahluta með Kargo kerrunum frá Martz og má fastlega búast við að sömu aukahlutir verði í boði fyrir þessa kerru.


Framleiðandi

Martz
bottom of page