20130405 sirius_white.png

Hollenska fyrirtækið Sirius Trailers BV, sem framleiðir hestakerrur í hæsta gæðaflokki, er stýrt af þremur reyndum atvinnumönnum í reiðmennsku með áratuga langa reynslu á kerrumarkaðnum.

Saman hafa þeir þróað og framleitt hestakerrur með sérstakri áherslu á rými, hönnun, þægindi og öryggi undir slagorðinu „næsta kynslóð“ eða The Next Generation.

S90Living-reverse
S90Living-reverse

press to zoom
S170_bewerkte foto definitief
S170_bewerkte foto definitief

press to zoom
DSC_1401
DSC_1401

press to zoom
S90Living-reverse
S90Living-reverse

press to zoom
1/35

Sirius Trailers - Gallery

Sirius hestakerrur eru um margt ólíkar öðrum hesta- kerrum og eru allar með 5 ára verksmiðjuábyrgð.

Til að skoða heimasíðu Sirius á ensku er best að gera það með því að færa bendilinn yfir forsíðuna (bendillinn má ekki breytast í fingur), hægri smella með músinni og velja Translate to English.

Sirius S71 Aluminum Icelandic - Kynningar myndband

sirius-allar-kerrur-broch-cover.png

Sirius hestakerrur eru alvöru hestakerrur

  • Sirius hestakerrur þekkjast ekki eingöngu á útliti eða endingu heldur eru þær einnig stærri en gengur og gerist. Það auðveldar mjög alla umgengni og affermingu - og hestarnar fá að auki nægilegt rými.

  • Kerrurnar eru sterkbyggðar og endingargóðar sem auðveldar einnig endursölu þeirra. Hönnun þeirra tryggir að hestarnir verða ekki fyrir dragsúg við akstur og útblástur bifreiða nær ekki til þeirra.

  • Í samstarfi við Sirius bjóðum við sérlega vandaðar og öflugar hestakerrur sem henta íslenskum hestum mjög vel. Margar útfærslur eru í boði fyrir 2 – 5 hesta og einnig er margvíslegur aukabúnaður í boði

Sirius hestakerrur eru sérpantaðar

  • Við liggjum að öllu jöfnu ekki með Sirius hestakerrur á lager þó auðvitað geti verið undantekningar á því.

  • Við finnum verð á hestakerrum í hverju tilfelli fyrir sig og miðast verðið við gengi.

  • Framleiðsluferlið fer af stað þegar staðfestingargjald sem nemur 70% af endanlegu kaupverði með vsk hefur verið greitt.

  • Eftirstöðvar 30% greiðast við afhendingu - hestakerrur eru eingöngu afhentar fullgreiddar.

  • Ef semja á um annað greiðslufyrirkomulag er það gert  í upphafi pöntunarferilsins, ekki eftirá.

  • Við gefum út reikning með kennitölu.