top of page

Hóppöntun á kerrum

 • Hagstæð verð nást með því að panta heilan gám og dreifa þannig flutningskostnaði.

 • Hver gámur er reiknaður út sérstaklega og því geta verð breyst á milli sendinga.

 • Miðað er við gengi á Evru (EUR) og gengissveiflur geta breytt verðum.

 • Uppgefin verð eru með ökutækjagjöldum, skráningu (ef þess þarf) og VSK.

 • Kanna þarf sérstaklega hvort hægt er að breyta um tegund/stærð/þyngd o.s.frv. í gámi.

1.jpg

Pöntunarferlið

 • Ferlið frá pöntun til afhendingar getur tekið 8-12 vikur (2-3 mánuði) =>

  • Framleiðsla tekur ca. 6-8 vikur.

  • Flutningur, samsetning, skráning og afhending tekur ca. 2-4 vikur.

 • Afhendingartími getur breyst vegna ófyrirséðra ástæðna.

 • Afhending eða sending með flutningsaðila fer fram í Hveragerði.

 • Kerrur afhendast eingöngu fullgreiddar, aukahlutir greiðast við pöntun.

bottom of page