coverphoto-branding-1.jpg

Iceland

Thumpstar loksins aftur á Íslandi

Thumpstar var stofnað árið 2004 af Ástralanum Timothy Hunter og er fyrirtækið í dag einn stærsti framleiðandi utanvega- og mótorhjóla í heiminum. Fyrsta hjólið sem Thumpstar setti á markað var 125cc Pitbike og hefur það síðan verið flaggskip þeirra. Árið 2012 hófst framleiðsla á byrjendahjólum og hjólum sérstaklega ætluð yngri ökuþórum. Með árunum hefur vörulínan þróast og úrvalið aukist og í dag framleiðir Thumpstar hjól bæði fyrir börn og fullorðna. Barnahjól, fjórhjól og Pitbike eru sérgrein fyrirtækisins og við erum við stolt af því að geta boðið þessi hágæða hjól á viðráðanlegu verði.

Algengar spurningar

Hvernig virkar Thumpstar gámatilboðið og hvernig er pöntunarferlið?


Varan er sett í körfu á vefsíðu og skráningarferlið klárað. Í framhaldi færðu pöntunarnúmer sem er einnig sent í tölvupóstfangið sem þú skráðir.
Ég er búinn að panta Thumpstar hjólið og kominn með pöntunarnúmer. Hvað er næst?


Þegar þú hefur klárað pöntunarferlið og ert kominn með pöntunarnúmer er best að millifæra staðfestingargjaldið og hafa pöntunarnúmerið sem tilvísun. Þar sem við erum enn að vinna í greiðslumiðlun er ekki hægt að greiða með debit- eða kreditkorti í gegnum síðuna.
Hvað þarf ég að bíða lengi eftir Thumpstar hjólinu mínu?


Þegar gámatilboði er lokið leggjum við inn pöntun hjá THUMPSTAR. Gera má ráð fyrir að hún verði afgreidd, send og tolluð á 6-8 vikum. * Við setjum fyrirvara um að þetta gangi vel fyrir sig en allt ferli sem viðkemur framleiðslu, frakt og annarri þjónustu í kringum það gengur hægt um þessar mundir vegna áhrifa af Covid-19. Því miður eru ekki allir staddir á sama stað í faraldrinum og við hér á Íslandi.
Hvar get ég nálgast Thumpstar hjólið þegar það er tilbúið til afgreiðslu?


Miðað er við að varan sé sótt í vöruhús okkar að Austumörk 5 í Hveragerði.
Ábyrgð og skilmálar


Öll Thumpstar hjól koma með 90 daga ábyrgð frá afhendingu. Um er að ræða ábyrgð ef upp koma gallar í vöru sem rekja má til framleiðanda. Ef svo ólíklega vill til að vandamál komi upp með Thumpstar hjólið þitt er best að senda okkur tölvupóst og við sækjum ábyrgðina áfram til söluaðila okkar úti. Hér að neðan er hægt að lesa nánar um sértæka ábyrgð frá framleiðanda:
https://www.thumpstar.eu/warranty/
Söluaðili fríar sig allri ábyrgð á skemmdum sem hlotist hafa af óæskilegri meðferð tækja eftir afhendingu. Hjól þarf að vera sett saman af söluaðila eða viðurkenndum bifvélavirkja svo ábyrgð haldist í gildi.

Bjóðum eftirfarandi hjól á sérstöku gámatilboði

TSK50 (4 - 7 ára)    |   TSB70 (6 - 10 ára)    |   TSK110 (8  ára og eldri)    |   TSC125    |   TSX140

FYRIR BYRJENDUR

tsk50.jpg

FYRIR 4-7

Frábært æfingahjól hjól fyrir 

4-7 ára byrjendur í motocross 

tsb70.jpg

Frábært æfingahjól hjól fyrir

unga krakka á aldrinum 6 - 10 ára 

FYRIR 6-10

tsk110.jpg

Frábært leiktæki fyrir

krakka jafnt sem fullorðna.

FYRIR 8 +

tsc125.jpg

FYRIR 8 - 65 +

Þrusu skemmtilegt smáhjól

fyrir unga sem aldna ökuþóra

tsx140.jpg

Meiriháttar tryllitæki fyrir þá

sem langar í smáhjól með þrusu power.

FYRIR 12 - 65 +