Gardening Tools
islandpolland-house-logo-whfon-box.png

OKKAR BIRGJAR

Frá byrjun höfum við boðið upp á vörur frá Leroy Merlin.

Hagstæð kjör samhliða úrvals þjónustu einkennir samstarfið.

VERÐÚTREIKNINGUR HJÁ LEROY MERLIN

Það er mjög einfalt að umreikna frá pólska gjaldmiðlinum Zloty yfir í okkar útsöluverð í íslenskum krónum. Lokaverðið færðu með því að margfalda pólska verðið með 60 kr, og er það verð miðað við vöruna hingað komna með öllum gjöldum, flutningi til vöruhúss okkar í Hveragerði og 24% virðisaukaskatti.

LEROY MERLIN

Hjá okkar helsti birgja, Leroy Merlin má finna mikið úrval af vörum fyrir heimili og garð. Það má í raun líkja Leroy Merlin við helstu byggingavöruverslanir á Íslandi.

Traust og góð samskipti hafa gert okkur kleift að bjóða vörur á hagstæðum kjörum sem við komum að sjálfsögðu áfram til okkar viðskiptavina.

Viðskiptavinir okkar eru hvattir til þess að fara á heimasíðu Leroy Merlin og skoða hvaða vörur eru í boði þar.

Leroy-merlin-logo-880x660_edited.png

Vöruleit verður að pöntun

Til að átta sig á ferlinu er gott að byrja á því að skoða spurningar og svör.

Hér að neðan er yfirlit yfir birgja okkar. Þú ferð einfaldlega inn á heimasíður þeirra og finnur þá vöru sem þig vantar. Þá smellir þú á myndina, afritar svo slóðina eða vörunúmerið (Reference Number) og sendir okkur. Flóknara er það nú ekki.

 

​Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er, helst innan 48 klst en það kann að dragast á álagstímum.

 

Þegar þú hefur sent okkur yfirlit yfir þær vörur sem þú hefur áhuga á sendum við þér til baka verðútreikning sem þarf að samþykkja og greiða fyrir.

Hægt er greiða með greiðslukorti eða millifærslu og vinsamlega athugaðu að pöntun er ekki virk fyrr en greitt hefur verið fyrir hana.

Við söfnum pöntunum saman í vöruhúsi í Póllandi og þegar tekist hefur að fylla gám af vörum er hann fluttur til landsins.

Mismunandi er hve fljótt það tekst en gera má ráð fyrir að það taki um 3-6 vikur að jafnaði, sé vara á annað borð til á lager en sérsmíði tekur lengri tíma.

Að þýða heimasíður okkar birgja yfir á ensku - Leiðbeiningar

Fyrir þá sem ekki eru pólskumælandi er best að skoða heimasíður birgja í Google Chrome vafra. Þegar inn á heimasíðu birgja er komið smellir þú á hægri músatakka og velur þar "Translate to English" (Athugið að bendillinn má ekki breytast í fingur).

OKKAR BIRGJAR

google-transl-logo_edited.png
Leroy-merlin-logo-880x660_edited.png

Okkar helsti birgi Leroy Merlin býður upp á flest allt er viðkemur heimili og garði, öll algengustu byggingaefni, innréttingar, garðhús og ótal margt fleira. 

51162293_769239046780422_891410607052842

Femax er sérvöruverslun með vörur fyrir baðherbergi. Þeir bjóða mikið úrval wc setta, blöndunartækja og frístandandi baðkara svo fátt eitt sé nefnt.

mexen-logo-1554211842.jpg

Mexen er sérvöruverslun með vörur fyrir baðherbergi. Þeir bjóða mikið úrval sturtuglerja, sturtuklefa, wc setta og blöndunartækja.

unnamed.png

Martz framleiðir yfir 150 tegundir af mismunandi kerrum og leggur áherslu á fjölbreytni, gæði og góða endingu.

wiola-logo-300x300.png

Wiola framleiðir gæða kerrur  með áherslu á afar slitsterka grind sem tryggir góða endingu, enda eru kerrurnar með 36 mánaða verksmiðjuábyrgð.

1.JPG

Sirius framleiðir hestakerrur í hæsta gæðaflokki með áherslu á rými, hönnun, þægindi og öryggi undir slagorðinu „næsta kynslóð“ eða The Next Generation.

VILTU KOMA Í KLÚBBINN?

Vertu með og skráðu þig í klúbbinn. Við munum ekki kaffæra þig í póstum en þeir sem skráðir eru í klúbbinn fá 24 klst forskot á aðra:

• Nýjar vörur og nýjungar

• Hóppantanir og gámatilboð

• Sértilboð í takmörkuðu upplagi

ÓJÓ Import ehf

Austumörk 5

810 Hveragerði

S: 519 4454 

info(hjá)islandpolland.is

Vsk nr: 135024

Opnunartími

Virka daga:   13 - 16

Laugardaga: Lokað

Sunnudaga:  Lokað

Einnig er mögulegt að opna vöruhús okkar eftir nánara samkomulagi.

Skráðu þig í klúbbinn

Takk fyrir fyrir að skrá þig